Sérhæfðir starfsmenn Viðskiptaþjónunnar sjá um gerð ársreikninga og skattskila fyrir einkahlutafélög og félagasamtök.

Við tökum að okkur skyldur skoðunarmanna reikninga fyrir einkahlutafélög, enda sé framtalsþjónustann í höndum Viðskiptaþjónustunnar.

Einkahlutafélögum sem velta minna en 240 miljónum á ári er ekki skylt að kaupa endurskoðun á sína ársreikninga. Vinna löggiltra endurskoðenda er vandasöm og dýr vinna sem í tilvikum minni og meðalstórra fyrirtækja er alveg ástæðulaust að kaupa.

Viðskiptaþjónustan færir bókhald fyrir viðskiptamenn sína eftir óskum og þörfum hvers og eins. Bókhaldið er að öllu jöfnu fært í DK- hugbúnaði Viðskiptaþjónustunar eða með nettengingu við bókhaldskerfi viðskiptavinar.

Samhliða færslu bókhalds tekur Viðskiptaþjónustan að sér launavinnslu fyrir þau fyrirtæki sem þess óska. Einnig aðra þætti skrifstofuhaldsins, svo sem greiðsluþjónustu og innheimtu.